Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum halda námskeið í þjálfun jafnvægis.
Dagur og Staðsetning: LSH Landakoti þann 14. september 2007 kl. 9:00-16:30 og verður endurtekið þann 15. september kl. 9:00-16:30
Salur: Fyrirlestrar fara fram í kennslustofu á 7. hæð. Verkleg kennsla fer fram á 3. hæð í starfsaðstöðu sjúkraþjálfunar
Námskeiðsgjald: 25.000 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn, hádegisverður og veitingar í kaffihléum.
Skráning: Skráning fer fram á netfangið halldbj@lsh.is
Leiðbeinendur: Dr. Ella Kolbrún Kristinsdóttir, dósent, Bergþóra Baldursdóttir, sjúkraþjálfari MSc, LSH Landakoti
Styrktaraðilar: Icepharma og P. Ólafsson sem jafnframt kynna vörur sínar í hléum