Fagfólk frá öllum Norðurlöndunum sem hefur sérhæft sig í stuðningi við fjölskyldur þar sem foreldrar eiga við geðrænan vanda að stríða kom saman í lok maí 2007 í Reykholti í Borgarfirði á fræðslu- og vinnudögum um málefni fjölskyldna með geðraskanir. Fræðsludagarnir voru haldnir á vegum þróunarhóps sem hefur sérhæft sig í stuðningi við fjölskyldur þar sem annað foreldri eða báðir eiga við geðrænan vanda að stríða. Í hópnum voru upphaflega þrír sérfræðingar frá geðsviði LSH, Eydís Sveinbjarnardóttur sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði og Sigurður R. Levy sálfræðingur og Vilborg Guðnadóttir geðhjúkrunarfræðingur sem bæði starfa á barna- og unglingageðdeild, BUGL. Síðar bættist verkefnisstjóri Þjóðar gegn þunglyndi í hópinn. Meðal ræðumanna í Reykholti var Wegard Harsvik ráðuneytisstjóri í norska heilbrigðisráðuneytinu.
Á vef Landlæknisembættisins hefur verið birt efni frá fræðsludögunum í Reykholti, þar á meðal ræða norska ráðuneytisstjórans.
Málefni fjölskyldna með geðraskanir til umfjöllunar í Reykholti
Efni frá Nordic Forum, norrænum fræðsludögum um málefni fjölskyldna með geðraskanir í Reykholti í maí 2007, hefur verið birt á vef Landlæknisembættisins.