Nú fer í hönd sá árstími sem margir eru á faraldsfæti og njóta sumarleyfa. Nokkrir dugmiklir hjúkrunarfræðingar spítalans hafa með lofsverðum hætti hvatt til þess að starfsmenn spítalans minni á tíð slys sem orðið hafi og hvetji til varkárni. Starfsmenn spítalans hafa ekki farið varhluta af slysum í umferðinni að undanförnu sem sum hver verða aðeins rakin til óábyrgrar hegðunar.
Ég tel lofsvert að starfsfólk hvetji til aðgæslu til að forða slysum og það er nýlunda að það veki athygli á málefninu með þeim sérstæða hætti að "ganga gegn slysum" eins og gert verður n.k. þriðjudag. Ég hvet starfsmenn spítalans sem og vini og kunningja til þess að taka þátt í þessu átaki og fjölmenna svo eftir verði tekið. Mig henti það óhapp að fótbrotna á sunnudaginn er ég var í útreiðaferð upp með Þjórsá. Brotið hefst vel við og ég áforma að taka þátt í göngunni og vonast til að sem flestir geri það einnig.
Magnús Pétursson, forstjóri
Ég tel lofsvert að starfsfólk hvetji til aðgæslu til að forða slysum og það er nýlunda að það veki athygli á málefninu með þeim sérstæða hætti að "ganga gegn slysum" eins og gert verður n.k. þriðjudag. Ég hvet starfsmenn spítalans sem og vini og kunningja til þess að taka þátt í þessu átaki og fjölmenna svo eftir verði tekið. Mig henti það óhapp að fótbrotna á sunnudaginn er ég var í útreiðaferð upp með Þjórsá. Brotið hefst vel við og ég áforma að taka þátt í göngunni og vonast til að sem flestir geri það einnig.
Magnús Pétursson, forstjóri