Á afmælisdaginn var hátíðardagskrá á lóð Barnaspítala Hringsins. Fjölmargir aðilar tóku þátt í skemmtuninni, Skoppa og Skrítla, Lalli töframaður, hljómsveitin Stuðmenn og Bangsaspítalinn ásamt ýmsum öðrum. Grillmeistarinn sá um veitingar og Hringskonur afmæliskökuna. Body Shop sá um andlitsmálun. Fjölmörg börn komu í afmælisveisluna og samfögnuðu Barnaspítala Hringsins.
Bangasaspítalinn var afar vinsæll og þurftu margir bangsar meðferð og aðhlynningu.
Fjölmargir aðilar styrktu Barnaspítalann á afmælishátíðinni. Grillmeistarinn, Vífilfell, Ali og Nói Sirius gáfu veitingar og Ísaga sá um blöðrurnar. Björgólfur Guðmundsson styrkti einnig afmælið. Allir listamenn og skemmtikraftar gáfu Barnaspítalanum vinnu sína.
Á afmælisárinu er margt á dagskrá hjá Barnaspítala Hringsins, meðal annars verður efnt til ráðstefnu um börn og barnasjúkdóma í haust.
Fjölmargir aðilar hafa styrkt Barnaspítala Hringsins með ráðum og dáð í áranna rás. Stórir sem smáir aðilar, fyrirtæki, félög, einkaaðilar að ógleymdum fjölmörgum börnum hafa lagt sitt lóð á vogaskálarnar. Árangur Barnaspítala Hringsins byggist á víðtækum og öflugum stuðningi þjóðarinnar.
Barnaspítali Hringsins þakkar þjóðinni stuðninginn sl. 50 ár.
Vel heppnuð 50 ára afmælishátíð Barnaspítala Hringsins
Fjölmargir aðilar tóku þátt í skemmtuninni, Skoppa og Skrítla, Lalli töframaður, hljómsveitin Stuðmenn og Bangsaspítalinn ásamt ýmsum öðrum.
Barnaspítali Hringsins hélt upp á 50 ára afmælið sitt í dag 19. júní. Fyrir réttum 50 árum var deildin fyrst opnuð í "gamla hluta Landspítalans" með lítilli barnadeild. Fyrstu stjórnendur Barnaspítalans voru prófessor Kristbjörn Tryggvason og Árnína Guðmundsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur. Á undanförnum 50 árum hefur Barnaspítali Hringsins vaxið og dafnað með aukinni og bættri þjónustu.