Göngudeild sykursjúkra á Landspítala hefur gefið út bækling sem nefnist Ferðalög og sykursýki.
Í bæklingum er fjallað um ýmislegt sem getur haft áhrif á heilsu og líðan þeirra sem hafa sykursýki I eða II á ferðalögum.
Þá er farið vel í hvernig best er að geyma lyf og hvernig samferðamenn eiga að bregðast við sykurfalli og veikindum.
Þóra G. Ingimarsdóttir hjúkrunarfræðingur tók efnið saman og hægt er að panta bæklinginn hjá birgðastöð LSH.