Barnaspítalinn fagnar 50 ára afmæli þriðjudaginn 19. júní 2007 með afmælishátíð fyrir börn.
Þann dag árið 1957 var barnadeildin á Landspítala opnuð.
Í tilefni af þeim tímamótum verður útihátíð við Barnaspítala Hringsins með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn milli kl. 12:00 og 15:00.
Þar verða grillaðar pylsur, andlitsmálun, Lalli töframaður, Hringur bangsi, Skoppa og Skrítla og leiktæki.
Bangsaspítali verður opinn milli kl. 13:00 og 15:00 en á hann geta börn á aldrinum 3 til 5 ára komið með bangsana sína ef þeir kenna sér einhvers meins. Kvenfélagið Hringurinn verður með kaffi og tertur, Stuðmenn sjá um tónlistina og Felix Bergsson kynnir.
Þann dag árið 1957 var barnadeildin á Landspítala opnuð.
Í tilefni af þeim tímamótum verður útihátíð við Barnaspítala Hringsins með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn milli kl. 12:00 og 15:00.
Þar verða grillaðar pylsur, andlitsmálun, Lalli töframaður, Hringur bangsi, Skoppa og Skrítla og leiktæki.
Bangsaspítali verður opinn milli kl. 13:00 og 15:00 en á hann geta börn á aldrinum 3 til 5 ára komið með bangsana sína ef þeir kenna sér einhvers meins. Kvenfélagið Hringurinn verður með kaffi og tertur, Stuðmenn sjá um tónlistina og Felix Bergsson kynnir.