Stjórnendur á LSH efndu til samráðsfundar með fulltrúum birgja spítalans miðvikudaginn 13. júní 2007. Slíkir fundir hafa áður verið haldnir og hafa reynst báðum aðilum gagnlegir til þess að skiptast á upplýsingum og skoðunum og treysta samstarfið.
Á dagskránni var greiðslustaða spítalans, útboðsáætlun 2007, vörustýring og samstarf við birgja, skilgreining á þjónustuþáttum í samstarfi við Félag íslenskra stórkaupmanna og samskipti birgja og starfsfólks spítalans. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins var gestur fundarins og flutti erindi.
Á dagskránni var greiðslustaða spítalans, útboðsáætlun 2007, vörustýring og samstarf við birgja, skilgreining á þjónustuþáttum í samstarfi við Félag íslenskra stórkaupmanna og samskipti birgja og starfsfólks spítalans. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins var gestur fundarins og flutti erindi.
Mynd: Valgerður Bjarnadóttir sviðsstjóri innkaupa- og vörustjórnunarsviðs fjallaði um vörustýringu og samstarf við birgja