Fulltrúi frá Olís, Sigurður Pálsson markaðsstjóri, færði Meðferðarheimilinu Laugarásvegi 71 íslenska fánann og fánastöng að gjöf miðvikudaginn 16. maí 2007 og með því má segja að mikið hátíðarhald sviðsins í tilefni af 100 ára afmæli Klepps sé hafið.
Það þótti viðeigandi að taka gjöfina í notkun með því að draga fánann að húni í garðinum á Laugarásvegi í upphafi afmælishátíðarfundar deildarstjóra og verkefnastjóra hjúkrunar á geðsviði LSH. Voru Olís færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega og viðeigandi gjöf á þessum tímamótum.
Í upphafi fundarins lék María Cederborg þverflautuleikari klassísk verk og þekktar melódíur á meðan gestir gengu í hús. Í ávörpum og umræðum var undirtónninn áherslur á mikilvægi og framlag sérhæfðar geðhjúkrunar í geðheilbrigðisþjónustunni. Einnig var í umræðum fjallað um þau fjölmörgu viðfangsefni sem eru í farvatninu til að efla og þróa þá sérhæfingu á næstu misserum og laga þjónustuna enn frekar að þörfum og væntingum samtímans. Kom skýrt fram á fundinum hversu þýðingarmikill grunnur hefði verið lagður í þeim efnum síðustu áratugi þegar saga geðhjúkrunar í geðheilbrigðisþjónustunni væri skoðuð.
Meðferðarheimilið á Laugarásvegi 71 er ein af starfseiningum geðsviðs LSH þar sem sérstök áhersla er lögð á sérhæfða endurhæfingu fyrir unga einstaklinga með geðrænar raskanir. Laugardaginn 26. maí n.k., kl. 11:00 - 17:30, verður opið hús á nokkrum stöðum á geðsviði þar sem starfsemi verður kynnt. Meðferðarheimilið að Laugarásvegi 71 er einn af þeim stöðum.
Mynd: Björn Ásgeir og Rafn Haraldur stuðningsfulltrúar og íþróttaálfarnir á Laugarásvegi draga fánann að húni.
Það þótti viðeigandi að taka gjöfina í notkun með því að draga fánann að húni í garðinum á Laugarásvegi í upphafi afmælishátíðarfundar deildarstjóra og verkefnastjóra hjúkrunar á geðsviði LSH. Voru Olís færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega og viðeigandi gjöf á þessum tímamótum.
Í upphafi fundarins lék María Cederborg þverflautuleikari klassísk verk og þekktar melódíur á meðan gestir gengu í hús. Í ávörpum og umræðum var undirtónninn áherslur á mikilvægi og framlag sérhæfðar geðhjúkrunar í geðheilbrigðisþjónustunni. Einnig var í umræðum fjallað um þau fjölmörgu viðfangsefni sem eru í farvatninu til að efla og þróa þá sérhæfingu á næstu misserum og laga þjónustuna enn frekar að þörfum og væntingum samtímans. Kom skýrt fram á fundinum hversu þýðingarmikill grunnur hefði verið lagður í þeim efnum síðustu áratugi þegar saga geðhjúkrunar í geðheilbrigðisþjónustunni væri skoðuð.
Meðferðarheimilið á Laugarásvegi 71 er ein af starfseiningum geðsviðs LSH þar sem sérstök áhersla er lögð á sérhæfða endurhæfingu fyrir unga einstaklinga með geðrænar raskanir. Laugardaginn 26. maí n.k., kl. 11:00 - 17:30, verður opið hús á nokkrum stöðum á geðsviði þar sem starfsemi verður kynnt. Meðferðarheimilið að Laugarásvegi 71 er einn af þeim stöðum.
Mynd: Björn Ásgeir og Rafn Haraldur stuðningsfulltrúar og íþróttaálfarnir á Laugarásvegi draga fánann að húni.