Vísindaráð LSH hefur valið Svein Hákon Harðarson ungan vísindamann ársins 2007. Þetta var tilkynnt á vísindadagskrá við upphaf Vísinda á vordögum á LSH 27. apríl. Vísindamaðurinn sagði þar frá rannsóknum sínum.
Sveinn Hákon er fæddur árið 1978. Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á árinu 1998, stundaði að því búnu efnafræðinám við Háskóla Íslands í einn vetur en skipti síðan yfir í nám í læknisfræði.
Að loknum fyrstu þremur námsárunum í læknadeild tók hann sér hlé frá námi til að vinna við rannsóknir, fyrst á raflífeðlisfræðilegri kortlagningu á sjónhimnu í rottum en síðan við rannsóknir á súrefnismettun í augnbotnum undir handleiðslu Einars Stefánssonar, prófessors í augnsjúkdómum.
Fyrri rannsóknin leiddi til BS gráðu en hin síðari til meistaragráðu
við Háskóla Íslands og frá árinu 2006 hefur Sveinn Hákon lagt stund á doktorsnám við skólann sem byggist á áframhaldandi rannsóknum á súrefnismettun í augnbotnum.
Sveinn Hákon er fæddur árið 1978. Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á árinu 1998, stundaði að því búnu efnafræðinám við Háskóla Íslands í einn vetur en skipti síðan yfir í nám í læknisfræði.
Að loknum fyrstu þremur námsárunum í læknadeild tók hann sér hlé frá námi til að vinna við rannsóknir, fyrst á raflífeðlisfræðilegri kortlagningu á sjónhimnu í rottum en síðan við rannsóknir á súrefnismettun í augnbotnum undir handleiðslu Einars Stefánssonar, prófessors í augnsjúkdómum.
Fyrri rannsóknin leiddi til BS gráðu en hin síðari til meistaragráðu
við Háskóla Íslands og frá árinu 2006 hefur Sveinn Hákon lagt stund á doktorsnám við skólann sem byggist á áframhaldandi rannsóknum á súrefnismettun í augnbotnum.
Mynd: Ungur vísindamaður ársins 2007 flytur fyrirlestur í Hringsal
um rannsóknir sínar.