Undirritað hefur verið samkomulag um samstarf Hjúkrunarheimilisins Fellsenda í Dölum og Landspítala - háskólasjúkrahúss um vistun langveikra geðfatlaðra hjúkrunarsjúklinga frá LSH, vitjanir starfsmanna geðsviðs að Fellsenda og aðgengi starfsfólks hjúkrunarheimilisins að námskeiðum á LSH.
Óformlegt samstarf hefur verið milli LSH og Fellsenda um vistun geðfatlaðra þar. Það hefur nú verið formfest og styrkt.
Hjúkrunarheimilið Fellsendi fluttist nýverið í nýtt og stærra húsnæði en það annast aðallega langveika geðfatlaða einstaklinga. Á hjúkrunarheimilinu eru nú 28 einbýli, sem skiptast á fjóra ganga. Herbergin eru mjög rúmgóð einbýli með snyrtingu og baði. Önnur aðstaða og umhverfi er til fyrirmyndar. Nokkur hjúkrunarrými bættust við og þannig geta langveikir geðfatlaðir einstaklingar sem vistast hafa til margra ára á LSH í bið eftir hjúkrunarheimili fengið rými að Fellsenda á næstu mánuðum.
Í samkomulaginu felst að starfsmenn frá geðsviði LSH fara mánaðarlega á Fellsenda og veita faglega ráðgjöf. Samstarf verður líka um sérhæfða fræðslu sem starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Fellsenda fær hjá LSH.
Mynd: Samningurinn undirritaður 20. apríl. Ína R. Þorleifsdóttir hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarheimilisins Fellsenda, Theódór S. Halldórsson framkvæmdastjóri þess, Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjúkrunar á LSH og Magnús Pétursson forstjóri LSH.
Óformlegt samstarf hefur verið milli LSH og Fellsenda um vistun geðfatlaðra þar. Það hefur nú verið formfest og styrkt.
Hjúkrunarheimilið Fellsendi fluttist nýverið í nýtt og stærra húsnæði en það annast aðallega langveika geðfatlaða einstaklinga. Á hjúkrunarheimilinu eru nú 28 einbýli, sem skiptast á fjóra ganga. Herbergin eru mjög rúmgóð einbýli með snyrtingu og baði. Önnur aðstaða og umhverfi er til fyrirmyndar. Nokkur hjúkrunarrými bættust við og þannig geta langveikir geðfatlaðir einstaklingar sem vistast hafa til margra ára á LSH í bið eftir hjúkrunarheimili fengið rými að Fellsenda á næstu mánuðum.
Í samkomulaginu felst að starfsmenn frá geðsviði LSH fara mánaðarlega á Fellsenda og veita faglega ráðgjöf. Samstarf verður líka um sérhæfða fræðslu sem starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Fellsenda fær hjá LSH.
Mynd: Samningurinn undirritaður 20. apríl. Ína R. Þorleifsdóttir hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarheimilisins Fellsenda, Theódór S. Halldórsson framkvæmdastjóri þess, Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjúkrunar á LSH og Magnús Pétursson forstjóri LSH.