Gestafyrirlesari á Vísindum á vordögum 2007 er prófessor John M. Gaziano sem er bandarískur sérfræðingur í hjarta og æðasjúkdómum.
Fyrirlestur hans nefnist "The Changing Global Burden of Cardiovascular Disease".
John M. Gaziano lauk læknaprófi frá Yale háskóla í Bandaríkjunum árið 1987. Hann sérmenntaði sig í almennri lyflæknisfræði og hjartasjúkdómafræði á árunum 1988 - 1993 (Harvard Medical School, Brigham and Women´s Hospital í Boston, og Veterans Affairs Medical Center, Brockton/West Roxbury, Massachusetts). Á árunum 1990 - 1993 lagði hann samhliða stund á nám í faraldfræði við Harvard School of Public Health. Auk þess að vera vinsæll alþjóðlegur fyrirlesari á sviði hjarta og æðasjúkdóma hefur hann birt vel á annað hundrað vísinda- og yfirlitsgreinar um faraldsfræði ýmissa sjúkdóma, þó einkum hjarta og æðasjúkdóma.
Dr. Gaziano er sérfræðilæknir við VA Boston Healthcare System, Caritas Norwood Hospital og Faulkner Hospital í Boston. Frá árinu 1997 hefur hann verið forstjóri Massachusetts Veterans Epidemiology Research and Information Center (MAVERIC). Hann er einnig aðstoðarprófessor við Harvard Medical School og hefur víðtæka reynslu af kennslu á sviði faraldsfræði. Í gegnum tíðina hefur hann hlotið fjölmörg verðlaun, bæði fyrir akademíska hæfni og rannsóknir sínar enda hefur hann verið leiðbeinandi fjölda post-doctoral rannsakenda á sl. 10 árum. Hann situr í ritstjórn fjögurra alþjóðlegra vísindatímarita en gegnir einnig fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum í sínu heimalandi.