Frá geðsviði LSH
vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um þjónustu við fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur:
Öllum fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkur sem leitað hafa til geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur staðið til boða sálfræðiaðstoð. Geðsvið LSH hefur skipulagt þessa þjónustu en sálfræðiviðtöl fyrir þá sem vilja þiggja slíka meðferð er veitt utan stofnunarinnar og einstaklingunum að kostnaðarlausu.
Bráðaþarfir allra fyrrverandi vistmanna Byrgisins sem leita til geðsviðs LSH eru metnar og við þeim brugðist eins vel og hægt er. Þar getur verið um að ræða innlagnir á geðdeild, bráða lyfjameðferð, meðferð fíknivanda, hjálp til að nálgast bráða félagslega þjónustu eða önnur stuðningsúrræði sem fyrir hendi eru utan stofnunarinnar. Einnig er metin þörf á sérhæfðri meðferð hluta þessa hóps og henni komið í viðeigandi farveg. Geðdeild LSH er heilbrigðisstofnun og hefur ekki yfir að ráða neinum sértækum félagslegum úrræðum eins og húsnæði fyrir þennan hóp.
Skylt efni:
Geðsvið LSH aðstoðar fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur og Byrgisins sem þess óska