Vegna tölvupósts sem ritstjóra upplýsingavefs LSH barst í dag, miðvikudaginn 21. febrúar 2007, frá þremur starfsmönnum spítalans hef ég sem ábyrgðarmaður vefsins ákveðið, í samráði við ritstjórann, að verða við óskum sem koma fram í tölvupóstinum. Það hefur verið megin regla að birta á upplýsingavefnum aðeins samþykktir og ályktanir sem t.d. stjórnarnefnd, framkvæmdastjórn, læknaráð, hjúkrunarráð og starfsmannaráð senda frá sér. Það sem hér um ræðir er hins vegar þess eðlis að mér finnst rétt að víkja frá þeirri reglu í þágu upplýstrar umræðu. Ég hvet um leið starfsmenn og aðra að lesa álit umboðsmanns Alþingis, sérstaklega niðurstöðurnar. Til þess að ekki fari milli mála að textar séu birtir orðréttir er annars vegar vísað á vef Læknafélags Íslands, hins vegar í pdf. form af skjali sem fylgdi ósk bréfritaranna um opinbera birtingu.
Túlkanir á áliti umboðsmanns Alþingis
Þrír yfirlæknar telja túlkun stjórnarnefndar og framkvæmdastjórnar LSH á áliti umboðsmanns Alþingis ekki rétta.
Magnús Pétursson forstjóri LSH