Meðfylgjandi eru nokkrar tilvitnanir í álit umboðsmanns Alþingis. Álitið er birt í heild á vef umboðsmanns Alþingis, www.umbodsmaduralthingis.is.
· Ég [umboðsmaður] tel að fullnægjandi lagaheimild hafi staðið til þess að skipta starfsemi Landspítala-háskólasjúkrahúss upp í ákveðin svið og fela sérstökum sviðsstjórum að fara með stjórn þeirra í umboði og fyrir framsal verkefna frá forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga spítalans. [...]
· [...] samkvæmt 5. mgr. 29. gr. laga nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, skulu yfirlæknar á hverri deild, sérgrein eða annarri starfseiningu, bera ábyrgð á lækningum sem þar fara fram. [...] Undir það fellur þó ekki, nema sérstakar ákvarðanir séu teknar um það, fjárhagsleg eða rekstrarleg stjórnun að öðru leyti en því að stuðla að því að starfsemin sé ávallt sem hagkvæmust og markvissust. [...]
· [...] Ég [umboðsmaður] geri ekki athugasemdir við að starfsmenn Landspítala-háskólasjúkrahúss hafi verið valdir til að gegna starfi sviðsstjóra án auglýsingar enda hafi slíkt verið heimilt [...]
· [...] Þá tel ég [umboðsmaður] að yfirstjórn Landspítala-háskólasjúkrahúss hefði í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti þurft að huga nánar og betur að því í tilefni af athugasemdum sem fram komu strax í byrjun árs 2001 hvort efni starfslýsingarinnar samrýmdist að öllu leyti gildandi lagareglum um stjórnskipulag spítalans og þar með talið um lögbundið starfssvið og ábyrgð yfirlækna. [...].
Landspítala - háskólasjúkrahúss
9. febrúar 2007"