Deild lyfjamála er sérstök eining eða deild á lyflækningasviði II og starfar í nánum tengslum við sjúkrahúsapótek LSH, samkvæmt nýrri skipan lyfjamála á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem framkvæmdastjórn samþykkti á fundi sínum 30. janúar 2007. Deildin hefur að undanförnu starfað sem hluti af apóteki sjúkrahússins.
Hlutverk deildar lyfjamála verður einkum að annast umsýslu S-merktra lyfja, bæði hvað varðar afgreiðslu umsókna og notkun lyfjanna.
Í þessari nýju skipan lyfjamála er hlutverki lyfjanefndar LSH lýst en henni er meðal annars ætlað vinna náið með deild lyfjamála á LSH að eftirliti með notkun mjög dýrra og/eða vandmeðfarinn lyfja.
Samhliða þeim breytingum sem felast í stöðu deildar lyfmála og hlutverki lyfjanefndar verða formannsskipti í nefndinni. Sigurður B. Þorsteinsson lætur af formennsku en verður áfram yfirlæknir deildar lyfjamála. Gerður María Gröndal sérfræðilæknir tekur við formennsku í lyfjanefnd LSH af honum.