María Ragnarsdóttir hlaut hvatningaverðlaun Jóhanns Axelssonar prófessors emerítus sem voru veitt afburðanemendum í rannsóknartengdu námi í tilefni ráðstefnu um rannsóknir í líf- og læknisfræði sem haldin var í Öskju 4. og 5. janúar 2007.
Verðlaunin voru veitt í fjórða sinn en til þeirra var stofnað í tilefni sjötugsafmælis Jóhanns.
Lyfjafyrirtækið Actavis greiðir verðlaunaféð, 250 þúsund krónur.
Í Úthlutunarnefnd sátu Jóhanns Axelsson prófessor, Helga Ögmundsdóttir prófessor og Ársæll Arnarsson verkefnavalsstjóri Actavis.
Í dómi nefndarinnar segir meðal annars:
"Úthlutunarnefnd varð sammála um að veita verðlaunin Maríu Ragnarsdóttur sjúkraþjálfara sem stundað hefur doktorsnám í læknadeild frá árinu 2003. Þrátt fyrir að vera enn í doktorsnámi má með sanni segja að ferill Maríu sýni allt sem hægt er að ætlast til af vísindamanni. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að öndun. Hennar eigin hönnun, mælitækið Andri, er þar notað til skoðunar á öndurhreyfingum og öndunarmynstri. María hefur birt áreiðanleikaprófanir á tækinu sem gerðar hafa verið á heilbrigðum einstaklingum, auk þess sem hún hefur beitt Andra til að mæla öndunarhreyfingar meðal annars í hjartasjúklingum, Parkinsons sjúklingum og hjá fjölfötluðum einstaklingum. Um þessa vinnu hefur María skrifað nokkrar greinar og flutt fjölda erinda bæði hér heima og erlendis.
María hefur áður lokið meistaraprófi í sjúkraþjálfun frá Minnisotaháskóla, prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ og prófi í sjúkraþjálfun í Kaupmannahöfn.
Hún hefur verið öflugur kennari, og kennt ekki einungis við sjúkraþjálfunarskor heldur einnig við verkfræðiskor HÍ. Auk þess hefur María skrifað töluvert af kennsluefni og stýrt fjölda nemenda í lokaverkefnum. Þá hefur hún ekki síður verið leiðandi í faglegu starfi á Landspítalanum þar sem hún starfar sem rannsóknarsjúkraþjálfari. María hefur einnig gegnt stjórnunarstöðum bæði innan Landspítalans og Háskóla Íslands."
Verðlaunin voru veitt í fjórða sinn en til þeirra var stofnað í tilefni sjötugsafmælis Jóhanns.
Lyfjafyrirtækið Actavis greiðir verðlaunaféð, 250 þúsund krónur.
Í Úthlutunarnefnd sátu Jóhanns Axelsson prófessor, Helga Ögmundsdóttir prófessor og Ársæll Arnarsson verkefnavalsstjóri Actavis.
Í dómi nefndarinnar segir meðal annars:
"Úthlutunarnefnd varð sammála um að veita verðlaunin Maríu Ragnarsdóttur sjúkraþjálfara sem stundað hefur doktorsnám í læknadeild frá árinu 2003. Þrátt fyrir að vera enn í doktorsnámi má með sanni segja að ferill Maríu sýni allt sem hægt er að ætlast til af vísindamanni. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að öndun. Hennar eigin hönnun, mælitækið Andri, er þar notað til skoðunar á öndurhreyfingum og öndunarmynstri. María hefur birt áreiðanleikaprófanir á tækinu sem gerðar hafa verið á heilbrigðum einstaklingum, auk þess sem hún hefur beitt Andra til að mæla öndunarhreyfingar meðal annars í hjartasjúklingum, Parkinsons sjúklingum og hjá fjölfötluðum einstaklingum. Um þessa vinnu hefur María skrifað nokkrar greinar og flutt fjölda erinda bæði hér heima og erlendis.
María hefur áður lokið meistaraprófi í sjúkraþjálfun frá Minnisotaháskóla, prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ og prófi í sjúkraþjálfun í Kaupmannahöfn.
Hún hefur verið öflugur kennari, og kennt ekki einungis við sjúkraþjálfunarskor heldur einnig við verkfræðiskor HÍ. Auk þess hefur María skrifað töluvert af kennsluefni og stýrt fjölda nemenda í lokaverkefnum. Þá hefur hún ekki síður verið leiðandi í faglegu starfi á Landspítalanum þar sem hún starfar sem rannsóknarsjúkraþjálfari. María hefur einnig gegnt stjórnunarstöðum bæði innan Landspítalans og Háskóla Íslands."