Framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur ákveðið að koma á fót stýrinefnd um flæði sjúklinga á LSH.
Flæði sjúklinga snýst um að tryggja öryggi sjúklinga, endurskoða og skýra verklag, bæta skráningu, efla teymisvinnu, draga úr kostnaði og auka samvinnu í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið er tímabundið og er þess vænst að stýrinefndin ljúki störfum í árslok 2008, sbr. erindisbréf hennar, dags. 18. desember 2006.
Tilgangur verkefnisins er að bæta árangur og gæði þjónustu LSH með því að;
• Veita rétta þjónustu á réttum stað á réttum tíma.
• Samþætta verklag við inn- og útskriftir sjúklinga.
• Hámarka flæði og lágmarka bið sjúklinga.
Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir hjúkrunardeildarstjóri er formaður nefndarinnar.
Starfsmaður nefndarinnar er Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur.