Þrír samningar Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands um tengdar stöður, samkvæmt samstarfssamningi stofnananna voru undirritaðir þriðja dag jóla, 27. desember 2006. Samningarnir voru milli skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar, fyrir hönd LSH, og þriggja kennara við hjúkrunarfræðideild HÍ. Kennararnir eru Erla Kolbrún Svavarsdóttir prófessor, Helga Lára Helgadóttir lektor og Þóra Jenný Gunnarsdóttir lektor.
Með samningunum veitir spítalinn þessum kennurunum tengda stöðu samkvæmt nánari ákvæðum sem fjalla meðal annars um aðstöðu til kennslu hjúkrunarnema á deildum og sviðum, aðgang að heilsufarsupplýsingum og rannsóknargögnum innan LSH, eins og um væri að ræða starfsmenn sjúkrahússins, aðgang að bókasafni og gagnasöfnum og fleira.
Erla Kolbrún mun taka þátt í innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á klínískum sviðum LSH, Helga Lára verður við rannsóknir á barnasviði og Þóra Jenný tengist fyrst og fremst verkefnum og rannsóknum á lyflækningasviðum I og II.
Með samningunum veitir spítalinn þessum kennurunum tengda stöðu samkvæmt nánari ákvæðum sem fjalla meðal annars um aðstöðu til kennslu hjúkrunarnema á deildum og sviðum, aðgang að heilsufarsupplýsingum og rannsóknargögnum innan LSH, eins og um væri að ræða starfsmenn sjúkrahússins, aðgang að bókasafni og gagnasöfnum og fleira.
Erla Kolbrún mun taka þátt í innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á klínískum sviðum LSH, Helga Lára verður við rannsóknir á barnasviði og Þóra Jenný tengist fyrst og fremst verkefnum og rannsóknum á lyflækningasviðum I og II.
Mynd: Fulltrúar LSH og HÍ við undirritun samninga um tengdar stöður
háskólakennara á háskólasjúkrahúsinu.
Erla K. Svavarsdóttir er fjórða frá vinstri og aftan við hana er Helga Lára
Helgadóttir . Þóra J. Gunnarsdóttir var fjarverandi.