Guðbjörn Magnússon náði á dögunum þeim merka áfanga að gefa blóð í 150. skipti og hefur því gefið blóð oftast allra Íslendinga. Hann hefur gefið blóð í yfir 40 ár og segir að vitundin um gagnsemi blóðs hans hafi ýtt sérstaklega á sig að gefa reglulega og því sé það löngu komið uppí vana að gefa á þriggja mánaða fresti. Starfsfólk Blóðbankans þakkar Guðbirni áralanga tryggð við Blóðbankann og fyrir ómetanlegt framlag hans til heilbrigðisþjónustu í landinu.
Þrjár kynslóðir í Blóðbankanum. Guðbjörn ásamt Magnúsi föður sínum og
Þorsteini syni sínum, en hann er einnig blóðgjafi.
Sigurveig hjúkrunarfræðingur tók á móti Guðbirni þegar hann mætti í 150. skiptið í Blóðbankann.
Ólafur Helgi formaður Blóðgjafafélagsins afhendir Guðbirni viðurkenningu frá
forseta Íslands sem þakklæti fyrir að hafa verið öðrum góð fyrirmynd um þjónustu í þágu almennings.
Sigríður Ósk hjúkrunarfræðingur og Sveinn yfirlæknir afhenda Guðbirni bókargjöf sem þakklætisvott fyrir hans framlag til Blóðbankans.
Guðbirni Magnússyni afhent listaverk eftir Helgu Birgisdóttur sem er viðurkenning fyrir framlag hans til heilbrigðisþjónustu í landinu. Guðbjörn gaf blóð í 151. skipti þann 12. mars 2007. Með honum á myndinni eru hjúkrunarfræðingarnir Halldóra Halldórsdóttir, Áuður Ágústsdóttir og Sigurveig Sigurðardóttir.