Árleg jólasala iðjuþjálfunar geðdeilda við Landspítala Hringbraut
verður fimmtudaginn 7. desember 2006, kl. 12:00 til 15:30.
Markaðurinn er haldinn í anddyri geðdeildahússins við Hringbraut.
Þar verða að venju vandaðar handunnar vörur á vægu verði, úrval leirmuna, vörur unnar af trésmíðaverkstæði og saumastofu.
Ágóði sölunnar rennur til starfsemi iðjuþjálfunar en þangað koma bæði sjúklingar af geðdeildunum við Hringbraut og fólk utan úr bæ í endurhæfingu.
Markmið iðjuþjálfunar er að meta færni skjólstæðinga, hvetja þá og styðja til sjálfstæðis við daglega iðju. Þar fæst aðstoð við að byggja upp líf utan stofnana, í vinnu eða námi og á heimili.
Iðjuþjálfun veitir námsstyrki tvisvar á ári í framhaldi af sumar- og jólamarkaði. Hún getur því gegnt margvíslegu og veigamiklu hlutverki í bata margra sem glímt hafa við geðsjúkdóma.
Þeir sem vilja efla það starf eru hvattir til að koma á jólasöluna 7. desember.
Kaffi og veitingasala verður á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja.
Iðjuþjálfun LSH
(Tilkynning)
Jólasala iðjuþjálfunar 2006
Að venju verður gott úrval handunnar vöru til sölu á vægu verði á árlegri jólasölu iðjuþjálfunar geðdeilda við Hringbraut sem verður í geðdeildahúsinu þar fimmtudaginn 7. desember 2006, kl. 12:00 til 15:30.