Neyðarástand hefur skapast í Blóðbankanum í Reykjavík vegna skorts á blóði.
Mikil veikindi og slys að undanförnu hafa valdið því að notkun á blóði og blóðhlutum hefur verið mikil.
ATH. Blóðbankinn verður opinn lengur en venjulega í dag, þriðjudaginn 28. nóvember 2006, eða til klukkan 17:00.
Blóðbankabíllinn er við KB banka Ármúla 13 frá klukkan 9:30-14:30
Blóðbankinn þarf á um 70 blóðgjöfum að halda á degi hverjum til að anna eftirspurn heilbrigðisstofnana um allt land. Það hefur alls ekki náðst að undanförnu.
Fyrir tveimur vikum var birgðarstaðan mjög léleg og auglýst eftir blóðgjöfum sem brugðust mjög vel við.
Nú er aftur kallað á blóðgjafa til bjargar.
Sérstaklega er óskað eftir blóðgjöfum í O blóðflokkunum.
Starfsmenn LSH og aðrir eru beðnir um að bregðast vel við og gefa blóð.