Líklega þarf litlar áhyggjur að hafa varðandi 1. janúar 2007 þegar Landspítali - háskólasjúkrahús verður reyklaus vinnustaður, það verða hvort sem er allir starfsmenn á öllum deildum spítalans búnir að ganga alla leið og hætta að reykja!!
Það mætti að minnsta kosti draga þá ályktun miðað þann fjölda deilda sem hefur að undanförnu fengið viðurkenningu fyrir reykleysi.
Starfsmenn heilsu, öryggis og vinnu umhverfis á skrifstofu starfsmannamála arka reglulega af stað með bros á vör og ávöxtakörfur og viðurkenningarskjöl undir hendinni til þess að veita reyklausum deildum viðurkenningu.
Látið vita af reyklausri deild, s. 543 1324 eða netfangið aldaasg@landspitali.is
Hag- og upplýsingasvið |
Gjörgæsludeild E-6 og vöknun, Fossvogi |
|
Ísótópastofa |
Ritaramiðstöð öldrunarsviðs, Landakoti |
|
Meðgöngudeild 22B |
Göngudeild sykursjúkra G-3, Fossvogi |
|
Göngudeild lungna-, ofnæmis- og gigtardeildar, Fossvogi |
Móttökuritarar G-3, Fossvogi |
Auk allra þessara deilda hafa starfsmenn við umsjón lóða, viðhalds- og þjónustudeild, líka fengið viðurkenningu fyrir reykleysi.
Það náðist hins vegar ekki að festa afhendingu ávaxta og viðurkenningarskjals til þeirra á mynd.