Gefðu betur 2006 - 2007.
Starfsfólk Blóðbankabílsins heimsækir flesta framhaldsskóla
á Reykjavíkursvæðinu einu sinni á vetri.
Undanfarin ár hefur farið fram Blóðgjafakeppni framhaldsskólanna, Gefðu betu, þar sem keppt er um veglegan farandbikar.
Leikreglur keppninnar eru þannig að fyrir hverja blóðgjöf eru gefin tvö stig. Við fyrstu komu er einungis tekið blóðsýni og fæst fyrir það eitt stig.
Fjölbrautaskóli Suðurlands bar sigur úr bítum í ár með 108 stig. Í öðru sæti var Fjölbrautaskóli Suðurnesja með 84 stig og í þriðja sæti var Fjölbrautaskóli Vesturlands með 79 stig.
Stigatafla með árangri skólanna 2006 - 2007.
Vinningshafar:
2006-2007 Fjölbrautaskóli Suðurlands
2005-2006 Menntaskólinn í Reykjavík
2004-2005 Menntaskólinn við Sund
2003-2004 Iðnskólinn í Hafnarfirði