Forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur skipað starfshóp til að rýna drög að þarfalýsingu nýs háskólasjúkrahúss.
CF Möller hefur skilað drögum að þarfagreiningu til framkvæmdanefndar um byggingu háskólasjúkrahússins sem byggð var á starfi 44 vinnuhópa sem í voru starfsmenn LSH og HÍ. Sérstakur vinnuhópur vinnur að endurskoðun á vinningstillögunni úr skipulagssamkeppninni um nýjan spítala.
Framkvæmdanefndin óskaði líka eftir því við Landspítala - háskólasjúkrahús að skipa starfshóp til að rýna þarfagreininguna í heild sinni.
Eins mun starfshópur frá Háskóla Íslands rýna þarfagreiningu heilbrigðisvísindadeildanna.
Verkefni starfshóps sjúkrahússins er meðal annars að fara yfir allar forsendur um starfsemi sem þarfagreiningin byggir á, staðla um stærðir rýma og þær óskir sem fram koma um nálægð deilda.
Niðurstöður þarfagreiningarinnar og endurskoðuð vinningstillaga leggja grunn að teiknivinnu 1. áfanga nýs háskólasjúkrahúss.
Starfshópurinn á að ljúka sinni vinnu fyrir 10. nóvember 2006.
Starfshópinn skipa:
Aðalsteinn Pálsson framkvæmdastjóri skrifstofu tækni og eigna
Friðbjörn Sigurðsson formaður læknaráðs
Gyða Baldursdóttir formaður hjúkrunarráðs
Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga, formaður
Kolbrún Gísladóttir hjúkrunarfræðingur
Margrét I. Hallgrímsson sviðsstjóri hjúkrunar og s. framkvæmdastjóri hjúkrunar
Tómas Guðbjartsson sérfræðilæknir.
Starfshópurinn starfar í samvinnu við Ingólf Þórisson verkefnisstjóra byggingar nýs háskólasjúkrahúss.