Starfsmenn heilsu, öryggis og vinnuverndar á skrifstofu starfsmannamála hafa að undanförnu með bros á vör stormað með fjöldan allan af viðurkenningarskjölum og ávaxtakörfum á deildir sem eru lausar við tóbaksreyk.
Á þessum deildum er búið að ganga alla leið og losna við reykinn, hafi hann yfirleitt nokkurn tíma verið þar.
LSH verður reyklaus spítali um áramót og allt þetta ár hefur verið skipulega unnið að því að hvetja starfsmenn til reykleysis.
Þeir sem reykja eiga kost á stuðningi við að hætta, til dæmis með því að fara á námskeið.
29. ágúst voru tvær deildir/einingar heimsóttar og afhent viðurkenning fyrir reykleysi ásamt ávaxtakörfu:
Starfsfólk á skrifstofu kennslu vísinda og þróunar hér að ofan og ritarar á E-7 í Fossvogi til hægri. |
30. ágúst voru þrjár deildir/einingar heimsóttar og afhent viðurkenning fyrir reykleysi ásamt ávaxtakörfu
Starfsfólk á ritaramiðstöð B-3 í Fossvogi að ofan , ásamt öðrum starfsmönnum á innra gangi B-3. Til hægri er starfsfólk á lungnadeild A-6 í Fossvogi. |
||
Starfsfólk á sýkingavarnadeild. |
31. ágúst voru tvær deildir heimsóttar og afhent viðurkenning fyrir reykleysi ásamt ávaxtakörfu:
Starfsfólk á hjartaþræðingu við Hringbraut að ofan og starfsfólk göngudeildar öldrunarsviðs á L-0 á Landakoti til hægri. |