Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því að efla samskipti LSH, HÍ og háskólasjúkrahúss- og heilbrigðisyfirvalda í Kanada með gagnkvæmum heimsóknum og undirritun samstarfssamnings. Íslandsferð gestanna frá Kanada núna er liður í þessu aukna samstarfi. Í heimsókninni eiga þeir viðræður við stjórnendur á LSH og HÍ, kynnast starfsemi háskólasjúkrahússins og fyrirhugaðri uppbyggingu, flytja fyrirlestra, heimsækja nokkrar heilbrigðismála- og vísindastofnanir hér á landi og hitta heilbrigðisráðherra.
Í fyrirlestri í Hringsal mánudaginn 4. september, kl. 14:00 til 15:00 fjalla Jack Davis og Grant Gall um samskipti háskóla og heilbrigðisyfirvalda. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Mynd: Á fyrirlestri í Hringsal 30. ágúst fjölluðu þrír gestanna um fjármögnun háskólastarfsemi á háskólaspítala. Myndin var tekin þá við anddyri barnaspítalans. Í aftari röð eru Grant Gall, Stefán B. Sigurðsson forseti læknadeildar, Hallgrímur Benediktsson prófessor í meinafræði við læknadeild Calgary háskóla og ræðismaður Íslands í borg, Kristján Erlendsson framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar og Taj Jadavji. Í fremri röð eru Jack Davies og Brenda Mackie.