Birna Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri á Eir hefur tekið við formennsku í stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði hana til þess eftir að fráfarandi formaður, Pálmi Ragnar Pálmason, óskaði eftir lausn frá formennsku í stjórnarnefndinni. Birna hefur verið varamaður í stjórnarnefnd og gegndi formennsku í henni frá mars til desember árið 2005 í fjarveru Pálma Ragnars. Varamaður hennar í stjórnarnefnd hefur verið skipuð Sigrún Magnúsdóttir forstöðumaður.
Síðasti fundur stjórnarnefndar undir forystu Pálma Ragnars Pálmasonar var fimmtudaginn 17. ágúst. Heilbrigðisráðherra kom á fundinn, þakkaði Pálma Ragnari fyrir vel unnin störf, óskaði nýjum formanni velfarnaðar og færði báðum glæsilega blómvendi.
Síðasti fundur stjórnarnefndar undir forystu Pálma Ragnars Pálmasonar var fimmtudaginn 17. ágúst. Heilbrigðisráðherra kom á fundinn, þakkaði Pálma Ragnari fyrir vel unnin störf, óskaði nýjum formanni velfarnaðar og færði báðum glæsilega blómvendi.