Síðastliðin tvö ár hefur Marín Þórsdóttir unnið að rannsókn í mannfræði sem skoðar þær ástæður hvers vegna blóðgjafar gefa blóð. Rannsókn Marínar ber heitið ,,Ég get og geri. Hvers vegna gefur fólk blóð?" og tekur á hugmyndum fræðimanna um gjöfina.
Úrdráttur ritgerðarinnar er svo hljóðandi:
Hér er fjallað um þær ástæður sem liggja að baki þess að fólk gefur blóð. Lagt var upp með að svara spurningunum, hvers vegna gefur fólk blóð? Og hvers vegna halda blóðgjafar áfram að gefa blóð?
Eftir inngang ritgerðarinnar er stutt ágrip af sögu blóðtöku og blóðgjafar hér á Íslandi sem og erlendis. Að því loknu er gerð grein fyrir þeim breytingum sem átt hafa sér stað í blóðgjafaþjónustu á Íslandi á síðustu öld. Í fyrstu var einungis um að ræða blóðgjafasveit skáta en tveimur áratugum síðar hóf Blóðbankinn við Barónsstíg starfsemi sína. Farið verður yfir þær helstu breytingar sem hafa átt sér stað á starfseminni síðustu rúm fimmtíu ár.
Annar hluti ritgerðarinnar er tileinkaður kenningum sem snerta fræðin. Blóðgjafar falla undir skilgreiningu á sjálfboðaliðum og gefa af sér og tíma sínum án endurgjalds. Það er því spurning hvort blóðgjafar falla utan kenningar Mauss um hina hreinu gjöf. En Mauss heldur því fram að slík gjöf sé ekki til, en í rannsókninni kemur fram að blóðgjafarnir vilja ekki fá greitt fyrir vikið. Fræðimaðurinn Titmuss gagnrýnir Mauss og segir blóðgjöfina vera hina hreinu gjöf þar sem blóðgjafar fá ekkert fyrir blóðgjöfina og þekkja ekki þiggjanda gjafarinnar.
Í þriðja hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir þeim rannsóknaraðferðum sem notaðar voru til að afla gagna og fræðilega nálgun efnisins. Í fjórða hlutanum er gert grein fyrir þeim þemum sem helst bar á í rannsókninni. Umhverfi og þjónusta við blóðgjafa í Blóðbankanum er eitt af fjölmörgum ástæðum þess að blóðgjafar gefa blóð, en einnig hafa ytri þættir svo sem samfélagsleg ábyrgð og kristileg gildi áhrif á ákvörðun þeirra. Blóðgjöfum líður vel eftir að hafa gefið blóð og ímynd blóðgjafahópsins er jákvæð.
Að lokum verða dregnar saman niðurstöður rannsóknarinnar. Blóðgjafar upplifa umbun fyrir blóðgjöf í formi þakklætis starfsfólks og jákvæðra ímynda sem blóðgjafahópurinn hefur sem heild í samfélaginu.
Úrdráttur ritgerðarinnar er svo hljóðandi:
Hér er fjallað um þær ástæður sem liggja að baki þess að fólk gefur blóð. Lagt var upp með að svara spurningunum, hvers vegna gefur fólk blóð? Og hvers vegna halda blóðgjafar áfram að gefa blóð?
Eftir inngang ritgerðarinnar er stutt ágrip af sögu blóðtöku og blóðgjafar hér á Íslandi sem og erlendis. Að því loknu er gerð grein fyrir þeim breytingum sem átt hafa sér stað í blóðgjafaþjónustu á Íslandi á síðustu öld. Í fyrstu var einungis um að ræða blóðgjafasveit skáta en tveimur áratugum síðar hóf Blóðbankinn við Barónsstíg starfsemi sína. Farið verður yfir þær helstu breytingar sem hafa átt sér stað á starfseminni síðustu rúm fimmtíu ár.
Annar hluti ritgerðarinnar er tileinkaður kenningum sem snerta fræðin. Blóðgjafar falla undir skilgreiningu á sjálfboðaliðum og gefa af sér og tíma sínum án endurgjalds. Það er því spurning hvort blóðgjafar falla utan kenningar Mauss um hina hreinu gjöf. En Mauss heldur því fram að slík gjöf sé ekki til, en í rannsókninni kemur fram að blóðgjafarnir vilja ekki fá greitt fyrir vikið. Fræðimaðurinn Titmuss gagnrýnir Mauss og segir blóðgjöfina vera hina hreinu gjöf þar sem blóðgjafar fá ekkert fyrir blóðgjöfina og þekkja ekki þiggjanda gjafarinnar.
Í þriðja hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir þeim rannsóknaraðferðum sem notaðar voru til að afla gagna og fræðilega nálgun efnisins. Í fjórða hlutanum er gert grein fyrir þeim þemum sem helst bar á í rannsókninni. Umhverfi og þjónusta við blóðgjafa í Blóðbankanum er eitt af fjölmörgum ástæðum þess að blóðgjafar gefa blóð, en einnig hafa ytri þættir svo sem samfélagsleg ábyrgð og kristileg gildi áhrif á ákvörðun þeirra. Blóðgjöfum líður vel eftir að hafa gefið blóð og ímynd blóðgjafahópsins er jákvæð.
Að lokum verða dregnar saman niðurstöður rannsóknarinnar. Blóðgjafar upplifa umbun fyrir blóðgjöf í formi þakklætis starfsfólks og jákvæðra ímynda sem blóðgjafahópurinn hefur sem heild í samfélaginu.