Opnaður hefur nýr vefur Rjóðurs, hvíldar-, hjúkrunar- og endurhæfingarheimilis fyrir langveik og langveik fötluð börn.
Rjóður er í húsi 7 á lóð Landspítala Kópavogi. Það var opnað árið 2004 fyrir gjafafé frá Velferðarsjóði barna en Landspítali - háskólasjúkrahús rekur heimilið.
Vefur Rjóðurs er á upplýsingavef LSH og slóðin á Netinu er www.rjodur.is.
Mynd: Vefur Rjóðurs opnaður. Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir, Vigdís Magnúsdóttir formaður fagráðs Rjóðurs, Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna opnaði vefinn formlega, Guðrún Ragnars deildarstjóri Rjóðurs og Hertha W. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur.