Starfshópur vinnu að undirbúningi og skipulagningu hágæsluþjónustu á Barnaspítala Hringsins og í mörg horn að líta hvað það varðar.
Auglýst hefur verið eftir starfsfólki til að taka þátt í þróun hágæsluþjónustunnar og hefja þjálfun fyrir starfið sem fyrst.
Svo sem kunnugt er gáfu Jóhannes Jónsson í Bónus, Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir 300 milljónir til verkefnisins fyrir nokkru og verður upphæðin greidd í áföngum á fimm árum. Fyrsta greiðsla hefur þegar verið innt af hendi.