Ákveðið hefur verið að framlengja frest til innsendingar ágripa vegna veggspjaldakynningar á Vísindum á vordögum til mánudagsins 24. apríl 2006.
Ungur vísindamaður ársins verður valinn úr hópi þeirra sem senda inn ágrip. Hann fær verðlaun og mun flytja 10-15 mínútna erindi um rannsókn sína á þinginu þann 18. maí í Hringsal.
Allir vísindamenn á LSH eru hvattir til að taka þátt í þessari árlegu kynningu á vísindastarfsemi á LSH.
Gerð ágripa:
Fyrst komi titill, nöfn höfunda og deildir.
Megintexti skiptist í: 1) Inngang, 2) Markmið, 3) Aðferðir, 4) Niðurstöður, 5) Ályktun.
Ágripin eiga vera lengst 2000 letureiningar (250-300 orð).
Ágripin þurfa að vera á íslensku en veggspjöldin sjálf mega vera á ensku.
Starfsmenn eru beðnir um að vanda til málfar við gerð þessara ágripa en þau verða gefin út í sérstöku hefti í tengslum við Vísindi á vordögum.
Ágripin eru ekki ritrýnd sérstaklega heldur prentuð eins og þau eru send inn.
Ágrip skulu send rafrænt til Sigríðar Sigurðardóttur á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ), netfang siggasig@landspitali.is, sími 543 5705.
Ef tákn, myndir eða töflur eru í ágripinu er öruggast að senda það á pdf formi eða senda það líka útprentað til Sigríðar Sigurðardóttur, SKVÞ 12-C, LSH Fossvogi.
Prentun veggspjalda er á ábyrgð deilda.
Ungur vísindamaður ársins verður valinn úr hópi þeirra sem senda inn ágrip. Hann fær verðlaun og mun flytja 10-15 mínútna erindi um rannsókn sína á þinginu þann 18. maí í Hringsal.
Allir vísindamenn á LSH eru hvattir til að taka þátt í þessari árlegu kynningu á vísindastarfsemi á LSH.
Gerð ágripa:
Fyrst komi titill, nöfn höfunda og deildir.
Megintexti skiptist í: 1) Inngang, 2) Markmið, 3) Aðferðir, 4) Niðurstöður, 5) Ályktun.
Ágripin eiga vera lengst 2000 letureiningar (250-300 orð).
Ágripin þurfa að vera á íslensku en veggspjöldin sjálf mega vera á ensku.
Starfsmenn eru beðnir um að vanda til málfar við gerð þessara ágripa en þau verða gefin út í sérstöku hefti í tengslum við Vísindi á vordögum.
Ágripin eru ekki ritrýnd sérstaklega heldur prentuð eins og þau eru send inn.
Ágrip skulu send rafrænt til Sigríðar Sigurðardóttur á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ), netfang siggasig@landspitali.is, sími 543 5705.
Ef tákn, myndir eða töflur eru í ágripinu er öruggast að senda það á pdf formi eða senda það líka útprentað til Sigríðar Sigurðardóttur, SKVÞ 12-C, LSH Fossvogi.
Prentun veggspjalda er á ábyrgð deilda.