Vinna notendahópa vegna byggingar nýs spítala hófst mánudaginn 13. febrúar 2006. Tveir hópar áttu þá fundi með dönskum sérfræðingum frá C. F. Möller sem eiga að útfæra tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð spítalans við Hringbraut í kjölfar þarfagreiningarinnar.
Alls eru þessir notendahópar 44 talsins. Hópur númer 16 var á fyrsta fundi sínum síðdegis. Í honum eru sérgreinar skurðlækninga og lyflækninga. Þessi hópur fjallar um aðstöðuþörf vegna meltingarsjúkdóma og almennra skurðlækninga.
Á fyrsta fundi starfshópa er farið yfir starfsemistölur þessara sérgreina á árunum 2004 og 2005 og áætlanir um starfsemi eftir allt að 20 ár. Þá er tekin saman húsnæðisþörf fyrir almenn og sérstök rými. Þessari fyrstu fundarlotu með hópunum lýkur í byrjun mars. C.F. Möller munu í framhaldinu gera drög að þarfagreining fyrir nýjan spítala og lista upp öll herbergi og rými.
Í annarri fundarlotu um mánaðamót apríl og maí verður farið yfir þarfagreininguna og hún bætt eins og kostur er. Á lokafundi með notendahópunum um mánaðamót maí og júní verður lögð lokahönd á þarfagreininguna.
Ljósmyndir: Hluti notendahóps nr. 16 á fyrsta fundi.
Alls eru þessir notendahópar 44 talsins. Hópur númer 16 var á fyrsta fundi sínum síðdegis. Í honum eru sérgreinar skurðlækninga og lyflækninga. Þessi hópur fjallar um aðstöðuþörf vegna meltingarsjúkdóma og almennra skurðlækninga.
Á fyrsta fundi starfshópa er farið yfir starfsemistölur þessara sérgreina á árunum 2004 og 2005 og áætlanir um starfsemi eftir allt að 20 ár. Þá er tekin saman húsnæðisþörf fyrir almenn og sérstök rými. Þessari fyrstu fundarlotu með hópunum lýkur í byrjun mars. C.F. Möller munu í framhaldinu gera drög að þarfagreining fyrir nýjan spítala og lista upp öll herbergi og rými.
Í annarri fundarlotu um mánaðamót apríl og maí verður farið yfir þarfagreininguna og hún bætt eins og kostur er. Á lokafundi með notendahópunum um mánaðamót maí og júní verður lögð lokahönd á þarfagreininguna.
Ljósmyndir: Hluti notendahóps nr. 16 á fyrsta fundi.