Formleg opnun sýningarinnar List og iðja verður í anddyri Barnaspítala Hringsins laugardaginn 7. maí 2005, kl. 14:00. Þar verða sýnd listaverk og listmunir eftir sjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem hafa verið í iðjuþjálfun og listmeðferð síðustu misserin eða í annarri myndsköpun. Sagt verður frá sýningunni og því starfi sem að baki liggur.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson verður með upplestur og tónlistarflutning ásamt Gunnari Hrafnssyni bassaleikara.
Hólmfríður Agnarsdóttir opnar síðan sýninguna en hún á tréútskurðarmuni á henni.
Þetta verður stutt athöfn og síðan getur fólk farið um og skoðað verkin. Sýningin er á göngum milli Barnaspítala Hringsins og Kringlunnar (aðalanddyris) á Landspítala Hringbraut en þar á milli eru um 200 metrar.
ALLIR VELKOMNIR