List og iðja er yfirskrift sýningar á listaverkum og listmunum eftir sjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem hafa verið í iðjuþjálfun og listmeðferð síðustu misserin eða í annarri myndsköpun til þess að tjá tilfinningar sínar og fá útrás fyrir sköpunarþörfina
Sýningin verður í maí á göngum milli Kringlunnar (aðalanddyris) og Barnaspítala Hringsins.
Formleg opnun verður í anddyri Barnaspítala Hringsins laugardaginn 7. maí 2005, kl. 14:00. Allir eru velkomnir að opnuninni.
Mörgum sjúklingum á LSH er með iðjuþjálfun hjálpað að efla þrótt sinn í veikindum og læra að takast á við daglegt líf við breyttar aðstæður. Slík iðjuþjálfun er víða í boði á spítalanum og er myndsköpun oft hluti af henni, enda eykur hún frumkvæði og hjálpar fólki að gleyma erfiðleikum. Auk iðjuþjálfunar eru með markvissri listmeðferð eða myndsköpun þjálfaðir samskiptahæfileikar, tjáning og sköpunargáfa.
Listaverkin á sýningunni urðu til á geðsviði, öldrunarsviði, barnasviði og endurhæfingarsviði. Listamennirnir eru á öllum aldri og listaverkin af ýmsum toga. Þetta er glæsilegt handverk sem ber listamönnunum, iðjuþjálfun, listmeðferð og annarri starfsemi sem tengist myndsköpun meðal sjúklinga á spítalanum fagurt vitni.
Í nýútkominni ársskýrslu Landspítala - háskólasjúkrahúss 2004 eru ljósmyndir af nokkrum þessara verka.
Sýningin verður í maí á göngum milli Kringlunnar (aðalanddyris) og Barnaspítala Hringsins.
Formleg opnun verður í anddyri Barnaspítala Hringsins laugardaginn 7. maí 2005, kl. 14:00. Allir eru velkomnir að opnuninni.
Mörgum sjúklingum á LSH er með iðjuþjálfun hjálpað að efla þrótt sinn í veikindum og læra að takast á við daglegt líf við breyttar aðstæður. Slík iðjuþjálfun er víða í boði á spítalanum og er myndsköpun oft hluti af henni, enda eykur hún frumkvæði og hjálpar fólki að gleyma erfiðleikum. Auk iðjuþjálfunar eru með markvissri listmeðferð eða myndsköpun þjálfaðir samskiptahæfileikar, tjáning og sköpunargáfa.
Listaverkin á sýningunni urðu til á geðsviði, öldrunarsviði, barnasviði og endurhæfingarsviði. Listamennirnir eru á öllum aldri og listaverkin af ýmsum toga. Þetta er glæsilegt handverk sem ber listamönnunum, iðjuþjálfun, listmeðferð og annarri starfsemi sem tengist myndsköpun meðal sjúklinga á spítalanum fagurt vitni.
Í nýútkominni ársskýrslu Landspítala - háskólasjúkrahúss 2004 eru ljósmyndir af nokkrum þessara verka.