Kristján Erlendsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ræður í stöðuna að tillögu forstjóra eftir umfjöllun stjórnarnefndar. Ráðningin tekur gildi 16. maí 2005.
Kristján er sviðsstjóri á kennslu- og fræðasviði. Hann tekur við af Gísla Einarssyni sem gegnt hefur framkvæmdastjórastöðunni frá stofnun LSH árið 2000 en verður nú aftur yfirlæknir á endurhæfingarsviði.
Kristján er sviðsstjóri á kennslu- og fræðasviði. Hann tekur við af Gísla Einarssyni sem gegnt hefur framkvæmdastjórastöðunni frá stofnun LSH árið 2000 en verður nú aftur yfirlæknir á endurhæfingarsviði.