ÍSÍ - Ísland á iði um land allt í samstarfi við Rás 2, Strætó og Landssamtök hjólreiðamanna stendur fyrir ,,Hjólað í vinnuna", heilbrigðri fyrirtækjakeppni dagana 2. - 13. maí 2005. Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Þátttakendur geta verið allir þeir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem taka strætó geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð.
Ef fleiri en 10 hjóla á sama vinnustað er einfalt að stofna lið númer tvö, þrjú....undir kennitölu fyrirtækisins. Þannig telur árangur liðanna sameiginlega fyrir vinnustaðinn.
Það er tilvalið að starfsmenn deilda taki sig saman og skrái þátttöku.
Á vef Íþróttasambands Íslands verður auðvelt að fylgjast með árangri liða, bæði fyrirtækja í heild og innan hvers fyrirtækis, sem hafa verið skráð á sömu kennitölu.
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu ÍSÍ: www.isisport.is og á meðfylgjandi skjali.
(Fréttatilkynning)