Susan Frampton forseti Planetree samtakanna í Bandaríkjunum verður sérstakur gestur ársfundar LSH 2005. Hún er einn af höfundum bókarinnar "Putting Patients First: Designing and Practicing Patient-Centered Care. Susan flytur erindi um nýjustu strauma í hönnun sjúkrahúsa og sjúklingamiðaða heilbrigðisþjónustu. Á undan erindi hennar fjallar Jóhannes M. Gunnarsson forstjóri LSH um undirbúning nýbygginga LSH.
Ársfundur LSH 2005 verður í Salnum í Kópavogi föstudaginn 29. apríl og hefst kl. 14:00. Allir eru velkomnir.
Ársfundur LSH 2005 verður í Salnum í Kópavogi föstudaginn 29. apríl og hefst kl. 14:00. Allir eru velkomnir.