Sjö hópar hafa verið valdar til að taka þátt í skipulagssamkeppni vegna byggingar nýs spítala við Hringbraut. Í janúar var auglýst eftir hópum sem vildu taka þátt í samkeppninni og bárust 18 umsóknir. Úr þeim hópi hafa nú sjö verið valdir samkvæmt matsreglum sem ákveðnar höfðu verið. Þeir eiga að skila samkeppnistillögum síðsumars og úrslit að liggja fyrir í haust.
Eftirtaldir verða í samkeppninni:
1. C.F. Möller, Arkitektúr.is, SWECO Gröner, Verkfræðist. Norðurlands, Schönherr Landscape
(Danmörk, Noregur, Ísland og Svíþjóð)
2. Carl Bro A/S, Arkís, Aarhus Arkitekterne A/S, Friis & Moltke A/S, Hnit, Landmótun
(Danmörk, Ísland)
3. VST, NBBJ, VA arkitektar, ARUP, Landmótun
(Ísland, BNA og BR)
4. Buro Happold Engineers, Dissing - Weitling arkitektafirma, Úti og Inni, OWP/P architects, Jeppe Aagaard Andersen, David Langdon
(Ísland, BNA, Danmörk, BR)
5. de Jong Gortemaker Algra, Alark, Fjölhönnun, Landark, Arup technicial
(BR, Holland, Ísland)
6. Línuhönnun, RTS verkfr. Norconsult, ASK arkitektar, Medplan, Landslag, Hospitalitet AS, Prof. Per Teisberg
(Noregur og Ísland)
7. Henning Larsens Tegnestue, S&I A/S, Batteríið, Lohfert & Lohfert A/S, Birch & Krogboe A/S, Landform
(Danmörk, Ísland)