Birna Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri hefur tekið tímabundið við formennsku í stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss. Pálmi Ragnar Pálmason formaður ákvað að víkja sæti sem formaður vegna umsóknar verkfræðistofu sem hann starfar hjá, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST), um þátttöku í samkeppni um skipulagshönnun vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs spítala við Hringbraut. Núna í apríl verða valdi sjö úr hópi átján umsækjenda til að taka þátt í framhaldi keppninnar. Setning Birnu gildir þann tíma sem VST er þátttakandi í samkeppni um skipulagshönnun nýs spítala.
Birna Svavarsdóttir formaður stjórnarnefndar tímabundið
Pálmi Ragnar Pálmason hefur vikið sæti formanns í stjórnarnefnd LSH meðan Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, sem hann vinnur hjá, tekur þátt í samkeppni um skipulagshönnun vegna nýs spítala. Birna Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri er settur formaður stjórnarnefndar.
Birna Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri hefur tekið tímabundið við formennsku í stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss. Pálmi Ragnar Pálmason formaður ákvað að víkja sæti sem formaður vegna umsóknar verkfræðistofu sem hann starfar hjá, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST), um þátttöku í samkeppni um skipulagshönnun vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs spítala við Hringbraut. Núna í apríl verða valdi sjö úr hópi átján umsækjenda til að taka þátt í framhaldi keppninnar. Setning Birnu gildir þann tíma sem VST er þátttakandi í samkeppni um skipulagshönnun nýs spítala.