Thorvaldsenfélagið gaf tvo UVB ljósalampa til húð- og kynsjúkdómadeildar þriðjudaginn 15. mars 2005. Annar þeirra verður á legudeildinni í Kópavogi og hinn á göngudeildinni í Þverholti. Lamparnir eru notaðir til meðhöndlunar á psoriasis og exemi á höndum og fótum. Deildin átti fyrir mjög gamla lampa sem nýju lamparnir leysa af hólmi. Þeir koma sér því ákaflega vel fyrir starfsemina.
Formaður Thorvaldsensfélagsins afhenti lampana, ásamt tveimur öðrum félagsmönnum.
Thorvaldsenfélagið hefur áður lagt starfsemi húð- og kynsjúkdómadeildar lið. Félagið gaf fyrir nokkrum árum UVB ljósagreiður sem hafa verið í stöðugri notkun síðan.
Myndir:
Konur í Thorvaldsensfélaginu afhentu starfsfólki húð- og kynsjúkdómadeildar ljósalampana tvo á legudeildinni í Kópavogi. Jón Hjaltalín Ólafsson yfirlæknir, Emma Björg Magnúsdóttir deildarstjóri, Sigríður Sigurbergsdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins, Hugrún Þorsteinsdóttir, Anton Örn Bjarnason, Ása Jónsdóttir (Thorvaldsenfélaginu), Edda Steingrímsdóttir, Kristín Ólafsdóttir (Thorvaldsenfélaginu), Inga Þorbjörg Steindórsdóttir og Jenný Guðmundsdóttir.
Kristín Ólafsdóttir frá Thorvaldsensfélaginu prófar nýja ljósalampann. Blá lampaljósið er sterkt og það verður af bera hlífðargleraugu meðan lampinn er notaður.