Fimm ár eru í dag liðin frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík, Ríkisspítala (Landspítalans) og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þann 3. mars 2000 gaf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið út reglugerð um sameiningu heilbrigðisstofnana nr. 127/2000. Reglugerðin var birt skömmu fyrir hádegi og þar með tók sameiningin gildi og sjúkrahúsin í Reykjavík urðu ein stofnun. Stofnfundur Landspítala - háskólasjúkrahúss var hins vegar ekki fyrr 16. maí um vorið. Upptaka á Vimeo
Sameiningin átti nokkurn aðdraganda. Ríkið tók við rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur 1. janúar 1999, samkvæmt samkomulagi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá 17. desember 1998. Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu var skipaður forstjóri spítalanna sem voru áfram sjálfstæðar stofnanir en samvinna þeirra aukin. Í desember 1999 skipaði Alþingi nýja sameiginlega stjórnarnefnd fyrir bæði sjúkrahúsin. Í febrúar 2000 óskaði hún eftir því við heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að sameiningu sjúkrahúsanna. Að fengnum tillögum nefndarinnar um stjórnskipulag nýrrar stofnunar tilkynnti heilbrigðisráðherra 18. febrúar 2000 að sjúkrahúsin í Reykjavík yrðu sameinuð. Sameiningin var svo innsigluð með reglugerðinni sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirritaði og gefin var út 3. mars.
Þessi fyrstu fimm ár Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa einkennst af samstilltu átaki starfsfólks við endurskipulagningu á spítalanum, meðal annars með sameiningu sérgreina, samþjöppun starfseminnar og endurbótum á verkferlum, ásamt endurnýjun húsnæðis og tækja eftir því sem fjárhagur hefur leyft. Á þessum árum hefur samstarf sjúkrahússins og Háskóla Íslands einnig verið formfest og lagður grunnur að framtíðaruppbyggingu LSH við Hringbraut.
Sameiningin átti nokkurn aðdraganda. Ríkið tók við rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur 1. janúar 1999, samkvæmt samkomulagi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá 17. desember 1998. Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu var skipaður forstjóri spítalanna sem voru áfram sjálfstæðar stofnanir en samvinna þeirra aukin. Í desember 1999 skipaði Alþingi nýja sameiginlega stjórnarnefnd fyrir bæði sjúkrahúsin. Í febrúar 2000 óskaði hún eftir því við heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að sameiningu sjúkrahúsanna. Að fengnum tillögum nefndarinnar um stjórnskipulag nýrrar stofnunar tilkynnti heilbrigðisráðherra 18. febrúar 2000 að sjúkrahúsin í Reykjavík yrðu sameinuð. Sameiningin var svo innsigluð með reglugerðinni sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirritaði og gefin var út 3. mars.
Þessi fyrstu fimm ár Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa einkennst af samstilltu átaki starfsfólks við endurskipulagningu á spítalanum, meðal annars með sameiningu sérgreina, samþjöppun starfseminnar og endurbótum á verkferlum, ásamt endurnýjun húsnæðis og tækja eftir því sem fjárhagur hefur leyft. Á þessum árum hefur samstarf sjúkrahússins og Háskóla Íslands einnig verið formfest og lagður grunnur að framtíðaruppbyggingu LSH við Hringbraut.