Þann 1. febrúar 2005 hófst skipulegt framhaldsnám í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum á kvennasviði LSH. Um er að ræða fyrri hluta náms, sem reiknað er með að fari fram hér á landi, en að eftir sem áður sé námi lokið með námsdvöl við erlend kennslusjúkrahús. Fram til þessa hefur sérnám í fæðinga- og kvensjúkdómafræði aðeins í takmörkuðum mæli farið fram á Íslandi. Viðmiðunarreglur fyrir fæðinga- og kvensjúkdómadeildir er geta veitt sérfræðimenntun hafa verið til frá 1995 á vegum framhaldsmenntunarráðs læknadeildar HÍ, þar sem lýst er ýmsum forsendum u.þ.b. 2ja ára náms á Íslandi. Kvennadeildin hefur áður verið viðurkennd til hluta framhaldsnáms, m.a. af Royal College of Obstetricians and Gynaecologists í Bretlandi.
Vegna mjög aukinnar formfestu og breytinga á sérnámi í nágrannalöndunum, einkum innan Evrópusambandsins, er nú nauðsynlegt að gera samsvarandi breytingar á Íslandi. Ákveðið hefur verið að fylgja í grunnatriðum skipulagi sérnáms í Danmörku, þar sem uppbygging læknanáms og læknisfræði er að mörgu leyti áþekk því sem er á Íslandi. Námsskráin er sett upp þannig að auðvelt ætti að vera fyrir íslenska lækna að fylgja henni hvort heldur þeir ætla að ljúka sérnámi í löndum þar sem próf eru hluti sérnámsins (Bretland, Svíþjóð, Bandaríkin) eða þar sem þau tíðkast ekki (Danmörk, Noregur). Stuðst er við danska námslýsingu frá janúar 2003, sem reynst hefur vel þar í landi. Hún hefst á íslenskum inngangi með markmiðslýsingu. Áhersla er lögð á að námslæknir tileinki sér fjölbreytta grunnreynslu og hæfni í klínísku starfi og grunnþekkingu á faginu. Tilgangur námsferlisins er að skapa aðstæður fyrir gott námsumhverfi á kvennasviði og á öðrum deildum/stofnunum hér á landi þar sem hlutar náms geta farið fram. Námsmarkmiðin taka til innihalds og tímalengdar náms og aðferða til að meta framvindu námsins. Einn læknir (ábyrgðarmaður framhaldsnáms, Karl Ólafsson) hefur meginumsjón með framhaldsnáminu, ásamt Jóni Ívari Einarssyni, lækni. Hver námslæknir hefur sinn umsjónarkennara og allir læknar og annað starfslið innan sviðsins, einkum meðal forsvarsmanna hjúkrunar og ljósmæðra, bera ábyrgð á að nám sé virkt í öllu daglegu starfi og lögð sé áhersla á gæði námsins.
Reiknað er með að allt að 3ja ára námstími geti verið á Íslandi á næstu árum, þegar íslenska sérfræðireglugerðin hefur verið endurskoðuð. Fram til þess er hámarkstími í fæðinga- og kvensjúkdómafræðum styttri hér á landi. Námsáætlunin hefur verið send framhaldsmenntunarráði, skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar og Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna til umsagnar.
(Reynir Tómas Geirsson prófessor og sviðsstjóri lækninga á kvennasviði)
Vegna mjög aukinnar formfestu og breytinga á sérnámi í nágrannalöndunum, einkum innan Evrópusambandsins, er nú nauðsynlegt að gera samsvarandi breytingar á Íslandi. Ákveðið hefur verið að fylgja í grunnatriðum skipulagi sérnáms í Danmörku, þar sem uppbygging læknanáms og læknisfræði er að mörgu leyti áþekk því sem er á Íslandi. Námsskráin er sett upp þannig að auðvelt ætti að vera fyrir íslenska lækna að fylgja henni hvort heldur þeir ætla að ljúka sérnámi í löndum þar sem próf eru hluti sérnámsins (Bretland, Svíþjóð, Bandaríkin) eða þar sem þau tíðkast ekki (Danmörk, Noregur). Stuðst er við danska námslýsingu frá janúar 2003, sem reynst hefur vel þar í landi. Hún hefst á íslenskum inngangi með markmiðslýsingu. Áhersla er lögð á að námslæknir tileinki sér fjölbreytta grunnreynslu og hæfni í klínísku starfi og grunnþekkingu á faginu. Tilgangur námsferlisins er að skapa aðstæður fyrir gott námsumhverfi á kvennasviði og á öðrum deildum/stofnunum hér á landi þar sem hlutar náms geta farið fram. Námsmarkmiðin taka til innihalds og tímalengdar náms og aðferða til að meta framvindu námsins. Einn læknir (ábyrgðarmaður framhaldsnáms, Karl Ólafsson) hefur meginumsjón með framhaldsnáminu, ásamt Jóni Ívari Einarssyni, lækni. Hver námslæknir hefur sinn umsjónarkennara og allir læknar og annað starfslið innan sviðsins, einkum meðal forsvarsmanna hjúkrunar og ljósmæðra, bera ábyrgð á að nám sé virkt í öllu daglegu starfi og lögð sé áhersla á gæði námsins.
Reiknað er með að allt að 3ja ára námstími geti verið á Íslandi á næstu árum, þegar íslenska sérfræðireglugerðin hefur verið endurskoðuð. Fram til þess er hámarkstími í fæðinga- og kvensjúkdómafræðum styttri hér á landi. Námsáætlunin hefur verið send framhaldsmenntunarráði, skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar og Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna til umsagnar.
(Reynir Tómas Geirsson prófessor og sviðsstjóri lækninga á kvennasviði)