Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, og barna- og unglingageðdeild, BUGL, standa fyrir "geðveikum dögum" vikuna 14. til 21. febrúar 2005.
Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar er þetta forvarna- og fræðsluvika fyrir unglinga um allt land um geðheilbrigði og hins vegar söfnun til styrktar byggingarsjóði BUGL og því mikilsvert framlag til þjóðarátaks um uppbygginguna þar.
Peningum er safnað með sölu armbanda með áletruninni "GEÐVEIKT!" en þau verða seld af unglingum helgina 18. til 20. febrúar 2005. Þeir ganga í hús og verða í stórmörkuðum og víðar þar sem mikið er um að vera.
Mynd: Dorrit Moussaieff forsetafrú tók á móti fyrsta armbandinu en hún hefur sýnt málefnum barna- og unglinga með geðraskanir mikinn velvilja.