Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur með tvennum tónleikum safnað rúmum tveimur milljónum króna til styrktar BUGL, barna- og unglingageðdeildar LSH. Fyrri tónleikarnir voru í Grafarvogskirkju í nóvember 2003 og hinir síðari á sama stað í nóvember síðastliðnum. Fjöldi tónlistarmanna kom fram á þessum tónleikum og gaf vinnu sína. Auk þess hafa mörg fyrirtæki veitt verkefninu lið með beinum fjárstuðningi, ókeypis þjónustu eða verulegum afslætti af þjónustu.
Félagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn afhentu afrakstur seinni tónleikanna í húskynnum BUGL þriðjudaginn 8. febrúar og kynntu sér um leið starfsemina þar. Fyrir dyrum stendur stækkun á húsakynnum barna- og unglingageðdeildar. Framlag Lionsmanna í þjóðarátakinu sem stendur yfir til uppbyggingar á BUGL er því dýrmætt. Fram kom að þeir ætla ekki að láta staðar numið heldur gera tónleikana að reglulegum viðburði til styrktar barna- og unglingageðdeildinni.
Félagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn afhentu afrakstur seinni tónleikanna í húskynnum BUGL þriðjudaginn 8. febrúar og kynntu sér um leið starfsemina þar. Fyrir dyrum stendur stækkun á húsakynnum barna- og unglingageðdeildar. Framlag Lionsmanna í þjóðarátakinu sem stendur yfir til uppbyggingar á BUGL er því dýrmætt. Fram kom að þeir ætla ekki að láta staðar numið heldur gera tónleikana að reglulegum viðburði til styrktar barna- og unglingageðdeildinni.
Mynd: Friðrik Hansen Guðmundsson afhendir Ólafi Ó. Guðmundssyni yfirlækni á barna- og unglingageðdeild LSH afrakstur styrktartónleikanna í Grafarvogskirkju 11. nóvember 2004.