Starfsmenn kvennasviðs luku frágangi sjúkraskráa fyrir sjúklingabókhald 12. janúar 2005, á sama tíma og í fyrra. Það er mjög góður árangur og þess er vænst að önnur svið fylgi fast á eftir.
Frágangi sjúkraskráa fyrir árið 2004 þarf að vera lokið fyrir 1. febrúar næstkomandi. Þá hefst vinna við uppgjör sjúklingabókhalds fyrir árið 2004, DRG-keyrsla og upplýsingagjöf til Ríkisendurskoðunar vegna framhaldsúttektar á sameiningu spítalanna. Ríkisendurskoðun og bresku ráðgjafarnir munu skoða starfsemi og rekstur LSH árin 2003 og 2004. Skráning í sjúklingabókhald LSH á að lýsa starfsemi spítalans og umfangi hans og því mikilvægt að þar komi fram allt sem menn telja þurfa að sýna .