Yfirlýsing Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra um að nýta söluandvirði Landssímans til að byggja nýtt sjúkrahús falla í frjóa jörð. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur fagnað henni og boðað umfjöllun í ríkisstjórn á næstu dögum um arkítektasamkeppni um Hringbrautarlóðina. Kristján Möller þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig lýst ánægju sinni með að hafa fengið öflugan stuðningsmann en hann flutti í fyrra tillögu til þingsályktunar um nýbyggingu við Landspítala - háskólasjúkrahús. Í leiðara Morgunblaðsins í dag er einnig tekið vel í það að fé sem fæst með sölu Landssímans verði notað til að ráðast í byggingu nýs sjúkrahúss fyrir landsmenn.
Yfirlýsingu um nýtt sjúkrahús vel tekið
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Kristján Möller þingmaður Samfylkingarinnar hafa lýst ánægju með þá yfirlýsingu Davíðs Oddsonar að nýta söluandvirði Landssímans til þess að byggja nýtt sjúkrahús.
Yfirlýsing Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra um að nýta söluandvirði Landssímans til að byggja nýtt sjúkrahús falla í frjóa jörð. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur fagnað henni og boðað umfjöllun í ríkisstjórn á næstu dögum um arkítektasamkeppni um Hringbrautarlóðina. Kristján Möller þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig lýst ánægju sinni með að hafa fengið öflugan stuðningsmann en hann flutti í fyrra tillögu til þingsályktunar um nýbyggingu við Landspítala - háskólasjúkrahús. Í leiðara Morgunblaðsins í dag er einnig tekið vel í það að fé sem fæst með sölu Landssímans verði notað til að ráðast í byggingu nýs sjúkrahúss fyrir landsmenn.