Davíð Oddsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur að nota mætti söluandvirði Landssímans til þess að byggja nýtt háskólasjúkrahús. Davíð gaf þessa tímamótayfirlýsingu á fundi með flokkssystkinum sínum í Valhöll í dag.
Það hefur lengi verið ljós brýn þörf á að byggja nýtt hátæknisjúkrahús fyrir landsmenn sem svari kröfum nútímans og næstu áratuga. Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur verið unnið skipulega að nauðsynlegum undirbúningi þess að ráðast í það mikla verkefni að byggja nýtt sjúkrahús. Skipuleg vinna að því hófst í reynd með skýrslu nefndar Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra sem Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra stýrði. Í þessari skýrslu Ingibjargarnefndar var lagður grundvöllur að því að framtíðaruppbygging yrði við Hringbraut. Í framhaldi af þeirri skýrslu skipaði heilbrigðisráðherra nýja nefnd sem Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu stýrði. Verkefni nefndarinnar var m.a. að vinna að nauðsynlegum samningum um lóðir og nýtingu þeirra og sinna deiliskipulagsvinnu með Reykjavíkurborg. Þessi nefnd lagði meðal annars til í skýrslu sinni í apríl 2004 að hönnunarsamkeppni færi fram um skipulag Landspítalalóðar við Hringbraut og grunngerð nýbygginga. Á grundvelli niðurstöðu úr samkeppninni yrði unnið að deiliskipulag lóðarinnar í samráði við Reykjavíkurborg og því lokið fyrri hluta árs 2006. Að þessu nefndaráliti fengnu var skipuð stýrinefnd notendavinnu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Í megindráttum var það hlutverk stýrinefndarinnar að skila skýrslu sem gæfi heildstæða mynd af umfangi og fyrirkomulagi á starfsemi spítalans í dag og hvernig þróun starfseminnar gæti orðið fram til ársins 2025. Þessari skýrslu skilaði stýrinefndin í desember 2004. Nefndarstarfið var mjög umfangsmikið, til dæmis voru skipaðar um 40 stuðningsnefndir og þannig komu alls um 300 manns að þessari vinnu.
Eins og sést á þessu hafa starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss unnið ötullega að undanförnu að því að hægt verði að hefjast handa við byggingu á nýju háskólasjúkrahúsi og undirbúið næstu skref vandlega.
Á upplýsingavef LSH er hægt að kynna sér afrakstur þessa starfs þar sem gögn sem tengjast því eru dregin saman á einn stað.
Smellt er á krækjuna Framtíðaruppbygging LSH sem er að finna undir "Um Landspítala" og víðar á vefnum.
Á vef Sjónvarpsins er hægt að hlusta á upptöku á Kvöldfréttum kl. 19:00 þar sem sagt er frá yfirlýsingu Davíðs Oddssonar.
Smellið hér (ATH fréttin er tímabundið á vef RUV).
Á mbl.is einnig greint frá fundinum í Valhöll. Smellið hér.
Það hefur lengi verið ljós brýn þörf á að byggja nýtt hátæknisjúkrahús fyrir landsmenn sem svari kröfum nútímans og næstu áratuga. Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur verið unnið skipulega að nauðsynlegum undirbúningi þess að ráðast í það mikla verkefni að byggja nýtt sjúkrahús. Skipuleg vinna að því hófst í reynd með skýrslu nefndar Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra sem Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra stýrði. Í þessari skýrslu Ingibjargarnefndar var lagður grundvöllur að því að framtíðaruppbygging yrði við Hringbraut. Í framhaldi af þeirri skýrslu skipaði heilbrigðisráðherra nýja nefnd sem Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu stýrði. Verkefni nefndarinnar var m.a. að vinna að nauðsynlegum samningum um lóðir og nýtingu þeirra og sinna deiliskipulagsvinnu með Reykjavíkurborg. Þessi nefnd lagði meðal annars til í skýrslu sinni í apríl 2004 að hönnunarsamkeppni færi fram um skipulag Landspítalalóðar við Hringbraut og grunngerð nýbygginga. Á grundvelli niðurstöðu úr samkeppninni yrði unnið að deiliskipulag lóðarinnar í samráði við Reykjavíkurborg og því lokið fyrri hluta árs 2006. Að þessu nefndaráliti fengnu var skipuð stýrinefnd notendavinnu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Í megindráttum var það hlutverk stýrinefndarinnar að skila skýrslu sem gæfi heildstæða mynd af umfangi og fyrirkomulagi á starfsemi spítalans í dag og hvernig þróun starfseminnar gæti orðið fram til ársins 2025. Þessari skýrslu skilaði stýrinefndin í desember 2004. Nefndarstarfið var mjög umfangsmikið, til dæmis voru skipaðar um 40 stuðningsnefndir og þannig komu alls um 300 manns að þessari vinnu.
Eins og sést á þessu hafa starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss unnið ötullega að undanförnu að því að hægt verði að hefjast handa við byggingu á nýju háskólasjúkrahúsi og undirbúið næstu skref vandlega.
Á upplýsingavef LSH er hægt að kynna sér afrakstur þessa starfs þar sem gögn sem tengjast því eru dregin saman á einn stað.
Smellt er á krækjuna Framtíðaruppbygging LSH sem er að finna undir "Um Landspítala" og víðar á vefnum.
Á vef Sjónvarpsins er hægt að hlusta á upptöku á Kvöldfréttum kl. 19:00 þar sem sagt er frá yfirlýsingu Davíðs Oddssonar.
Smellið hér (ATH fréttin er tímabundið á vef RUV).
Á mbl.is einnig greint frá fundinum í Valhöll. Smellið hér.