Fæðingaskráningin á Íslandi hefur birtir skýrslu um fæðingar og burðarmálsdauða á Íslandi fyrir árið 2003.
Þetta er níunda skýrsla sinnar tegundar. "Gefið er yfirlit um fjölda fæðinga á einstökum fæðingastöðum og landinu öllu, svo og upplýsingar um fæðingamáta og inngrip í fæðingar. Fjallað er um burðarmáls-, ungbarna- og mæðradauða, gefið yfirlit um fósturgreiningar og upplýsingar um tæknifrjóvgun."
Gestur Pálsson barnalæknir og Reynir Tómas Geirsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir hafa frá 1994 haft umsjón með fæðingaskráningunni. Guðrún Garðarsdóttir er ritari skráningarinnar og sér um daglegan rekstur. Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir hefur faglegt eftirlit með burðarmálsdauðatilvikum og skráningu og flokkun þeirra samkvæmt samnorrænu kerfi. Reynir Tómas hefur haft megin umsjón með ritun, ritstjórn og útgáfu skýrslunnar.
Skýrsla frá fæðingarskráningunni fyrir árið 2003 (pdf 699Kb) - Smellið hér.