Flugvél Loftleiða lenti í Bankok um klukkan 7:00 í morgun að íslenskum tíma eftir 16 klukkustunda ferðalag frá Íslandi. Millilent var í Tblisi í Georgíu í nótt og ferðinni síðan haldið áfram þaðan. Með vélinni eru m.a. 6 læknar og 12 hjúkrunarfræðingar frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem sækja til Taílands Svía sem slösuðust í náttúruhamförunum þar og aðstandendur þeirra, líklega um 70 manns. Íslendingarnir eru nú komnir á hótel og hvílast þar eftir ferðalagið. Ferðin til Bankok gekk í alla staði vel. Samkvæmt nýjustu áætlunum verða Íslendingarnir einn sólarhring í Bankok áður en flogið verður til Stokkhólms. Áætluð brottför frá Taílandi er kl. 6 í fyrramálið að íslenskum tíma og verður millilent í Dubai. Lending í Stokkhólmi er áætluð um kl. 20:00 annað kvöld að íslenskum tíma.
Ferðin til Bankok gekk vel
Íslenski hópurinn sem sækir slasaða Svía til Bankok er kominn þangað. Ferðalagið gekk vel og áætlað er að leggja af stað til Stokkhólms í fyrramálið að íslenskum tíma.
Flugvél Loftleiða lenti í Bankok um klukkan 7:00 í morgun að íslenskum tíma eftir 16 klukkustunda ferðalag frá Íslandi. Millilent var í Tblisi í Georgíu í nótt og ferðinni síðan haldið áfram þaðan. Með vélinni eru m.a. 6 læknar og 12 hjúkrunarfræðingar frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem sækja til Taílands Svía sem slösuðust í náttúruhamförunum þar og aðstandendur þeirra, líklega um 70 manns. Íslendingarnir eru nú komnir á hótel og hvílast þar eftir ferðalagið. Ferðin til Bankok gekk í alla staði vel. Samkvæmt nýjustu áætlunum verða Íslendingarnir einn sólarhring í Bankok áður en flogið verður til Stokkhólms. Áætluð brottför frá Taílandi er kl. 6 í fyrramálið að íslenskum tíma og verður millilent í Dubai. Lending í Stokkhólmi er áætluð um kl. 20:00 annað kvöld að íslenskum tíma.