Lionsklúbbur Reykjavíkur hefur fært sjúkraþjálfun á Grensási að gjöf Tunturi þrekhjól og handarmælingaræki frá Saehan Corporation til að mæla styrk og hreyfingar í höndum og fingrum. Þessi tæki koma að miklum notum fyrir sjúklinga deildarinnar bæði til þjálfunar og til að meta árangur meðferðar.
Starfsfólk á endurhæfingardeild LSH Grensási tók við gjöfunum 24. nóvember 2004 úr höndum fulltrúum frá Lionsklúbbi Reykjavíkur.